Saturday, January 5, 2013

Janúar 2008, færslur 36 - 40


23.01.2008 16:27:59 / tumsa
36. Skondið
Ég talaði um það í 16. færslu að við Nanna Rögnvaldardóttir ættum sitthvað sameiginlegt. Við sögðum báðar upp líftryggingum okkar í dag! Án samráðs. :o Og ég er stöðugt súr yfir því að geta ekki séð athugasemdirnar hjá henni. Við þekkjumst ekki og mér vitanlega höfum við ekki sést.;)
   Fríðasystir skrifaði:
Hún hefur nú skrifað eitthvað um að hún hafi verið í MA, er það ekki?
   ella skrifaði:
Jú, Ég var farin frá Akureyri þá.
   Hlíf skrifaði:
Ég þekki bróður hennar.
   ella skrifaði:
Kennari?

24.01.2008 07:23:49 / tumsa
37. Til heiðurs Fríðu
Nennekki. :( Mér leiðast bílar sem gera ekki það sem þeir eru fæddir til. :evil: Ég þarf að læra hlutverk. Heilastarfsemi mín, það er að segja minnið, hefur dalað með árunum.
   Þóra skrifaði:
Já stundum kemur fyrir að ég nennekki neinu....hafðu það gott og gangi þér vel að læra hlutverkið. Hlakka til að sjá ykkur þarnæstu helgi.
   fríðasystir skrifaði:
(ég er að hunsa þessa færslu hafir þú ekki tekið eftir því)
   ella skrifaði:
Já ég sé að þú gerir það af öllum kröftum.
   Heidveig Ragnarsdóttir skrifaði:
oooøv nu verd eg án tölvu í nokkra dag eg veit ekki hvernig eg lifi án hennar øvøvøvthad á ad setja nýtt windows í og tölvumadurinn min hann ole "hann er en norman" vill taka tölvunna med heim øvøvø svo ég get ekki lesid sídunna i enhverja daga vid sjáumst seinna

25.01.2008 10:22:50 / tumsa
38. Falskt flagg
Ótrúlega margir virðast labba um og halda að ég sé dugleg. 8| Ég er búin að finna skýringuna á þessum misskilningi. Þegar ég er löt þá nenni ég ekki að blogga. Þegar ég er dugleg finnst mér það svo merkilegt og einstakt að ég má til að setja það niður á blað – eða skjá svo það gleymist ekki. Ég er ekki alveg viss um að það flokkist sem dugnaður þegar maður álpast til að taka að sér meira en maður ræður við þó að það geti verið gaman að því stundum. Nú í morgun nennti ég til dæmis alls ekki á lappir þegar ég vaknaði en morguninn er annars að öllum jafnaði virkasti tíminn fyrir mig. Ég lá bara og naut þess að hlusta á fullyrðingar útvarpsins um vonda færð og veður annars staðar á landinu og þurfa ekki að fást við það sjálf. Hér er eintóm blíða og rétt mátulega mikill snjór til að draga úr myrkrinu. Nú ætla ég samt að drattast út í Tumsu og sýnast dugleg. Nema Agnar nenni að koma með mér að reyna að setja straumlausan bíl í gang. Straumlausir bílar :evil:. Annars má bílgreyið mitt eiga það að hann bilar alls ekki oft miðað við aldur og fyrri störf. Hann hlýtur að vera kominn hátt á tvítugsaldur. Já neinei, Agnar nennir því ekki núna, vill heldur fara í vinnuna. Gott og vel, við vinnum þá bara.
   Tóta skrifaði:
Ella mín, ég nenni nú ekki að labba um með þessar spekúleringar um dugnað þinn, ég bara sit við tölvuna helst með kaffibolla við hlið. Bara svona til að leiðrétta þann miskilning.
   fríðasystir skrifaði:
nú borðaði síðan aftur kommentið mitt
   ella skrifaði:
Ruglaðist þú á núlli og o?

 26.01.2008 14:52:23 / tumsa
39. Eplakaka
Ívan og Jakob búnir að setja eplakökuna í ofninn. :) Stundum er óþolandi fyrirgangur í þessum krakkaormum. :klikk: Það gæti orðið bið á að þeir verði hér báðir saman aftur því að Ívan flytur til Írlands eftir viku.:^) Mér finnst óttalega vitlaust að barnabörn séu höfð í útlöndum en maður ræður víst litlu um það. Þá er bara að hlakka til pabbaheimsókna heim til Íslands og vonandi þá stundum á norðurlandið.
   fríðasystir skrifaði:
Það er sem sagt ákveðið að hann fari? Ég get sussum lítið sagt um þetta með að hafa barnabörn í útlöndum, ég gerði þetta sjálf.
   ella skrifaði:
Ójá, eins og þrír bræður okkar.
   Tóta skrifaði:
Já, svona er þetta haltumérslepptumér ástand. En þetta kallar kannski á að amman getur kannski pínt karlinn á bænum til að stíga upp í flugvél og ferðast til útlands. En kannski er það of mikil bjartsýni hérna megin? Við Pétur ræddum það heilmikið að næst skildum við draga ykkur tvö á sólarströnd, minnug þess hve þú naust þess að fara sjóinn. Annars sit ég hér heima á laugardagskvöldi á sjöundu hæð og ráfa um á netinu með annað augað á sjónvarpinu og keypta SS sviðasultu og súran lifrapylsubita ásamt orkudrykk á borðinu fyrir framan mig. Mjög þjóðlegt ekki satt? ...svona er Ísland í dag (eða ætti ég að segja Reykjavík? )
   ella skrifaði:
Ég dáist ákaflega að bjartsýni ykkar:-) Annars er ég að spá í jarðakaup þannig að ég þarf líklega að þétta takið um budduna.

27.01.2008 19:48:23 / tumsa
40. Púff
Jæja, vinnumennirnir farnir. Búnir að baka eplaköku (eina ofnskúffu og hún er búin), renna sér mikið á sleðum, gefa kindunum, sauma sér eyrnabönd, hlusta á útvarpsleikrit (hef grun um að slíkt sé ekki gert að staðaldri), leika sér lengi á næsta bæ og útkeyra afa og ömmu. ;) Þeir borðuðu eplakökuog ís, hákarl, hafragraut, morgunkorn, saltkjöt og baunir, soðna ýsu, ábrystir og egg. Já og ekki má gleyma því að þeir fullyrtu að jólakakan hans Agnars væri afbragðsgóð. :lol: Það er alltaf yndislegt þegar þeir koma og léttir þegar þeir fara.:)
   Fríðasystir skrifaði:
Nú, varstu ekki að segja að þeir hefðu verið að leika sér lengi á næsta bæ. Varla útkeyrðust afar og ömmur rétt á meðan
   ella skrifaði:
Þetta voru tveir sólarhringar, við leggjum það ekki allt á næsta bæ. Við notuðum tímann til að slaka á við vinnu á meðan:-)

No comments:

Post a Comment