7.01.2008 23:17:49 / tumsa
11. Heimilishjálp
Það er óhætt að segja að starf mitt við heimilishjálpina hafi verið fjölbreytt. Þar hef ég skrúbbað og skúrað allt mögulegt og ómögulegt, lesið, sungið, prjónað, talað (já ég veit, allir hissa), flokkað myndir, gert kleinur, prófarkalesið heila bók, búið til sultu, skipt um bleyjur, farið í berjamó, aðstoðað í heimsóknum til lækna, verslað í allra handa búðum, komið fyrir músaeitri, sinnt bankaerindum, gert kæfu, skrifað upp ljóð, verið fylgifiskur í sjúkrabíl, lagfært saumavél, farið með skjólstæðingum í heimsóknir, eldað mat, saumað upp sparikjól, rúntað um sveitina, gert við ljósakrónu, farið í gönguferðir, bakað smákökur, gert við föt, unnið að eyðingu kerfils, lagað til í allra handa skápum og hirslum þar sem stundum hafa verið munir frá næstsíðustu öld, já og sett upp og tekið niður jólaskraut. Sennilega er sitthvað sem ég gleymi að nefna en mig minnir að starfslýsingunni standi oftast nær: Aðstoð við almenn heimilisstörf.
Ætli það sé nokkuð endilega neikvætt að fara út fyrir verksvið sitt?
Lora skrifaði
Nei vá æði ég vissi ekki einu sinni að þú værir í heimilishjálp, en þú ert greinilega manneskjan í verkið.. þegar ég verð gömul vona ég að ég fái einhverja eins og þig í heimahjálp..
Fríðasystir skrifaði
Eitthvað er mér nú að ganga erfiðlega að fá starfslýsingu þarna hehe. Það náttúrulega væri ekki gott ef það stæði bara í starfslýsingunni að þú ættir að skúra gólf og ekkert annað. Hver ætti þá að eyða kerfli og flokka myndir? Ég er nú annars hlynnt því að hafa störf fjölbreytt.
Helga María skrifaði
mig vantar heimilishjálp, ertu á lausu??? Getum alveg bakað kleinur
ella skrifaði
ella skrifaði
Nafna mín og Helga María, ég er að koma.
07.01.2008 23:37:59 / tumsa
12. Þankar
Stundum er alls ekki hægt að blogga um hugsanir sínar. Þær eru þá meira annarra einkamál en mitt.
Áðan efaðist ég augnablik um andlega heilsu mína. Ég svaraði í símann og þar heilsaði mér með nafni gæðaleg eldri konurödd. Mér brá því að um stund fannst mér eindregið að þetta væri Inga móðursystir en hún var jörðuð fyrir rúmu ári. Svo giskaði ég á að þetta væri “stóra” systir hennar og það var nú sem betur fer rétt. Henni fannst þetta heldur fyndið þegar ég sagði henni þetta í lok spjallsins, jú, hún sagðist búin að vera hás undanfarið. Það er nú samt partur af brandaranum því að hennar rödd var nú alltaf dekkri en Ingu. Alltaf gaman að spjalla við Rögnu.
Mikið var gaman í gærkvöldi.
Fríðasystir skrifaði
Það er nú meira spúkí að fá bréf í pósti og góna lengi á rithöndina á nafninu og muna ekkert hvenær manni datt sjálfum í hug að senda manni sjálfum sendibréf. Og fatta svo seint og um síðir að líklega væri þetta bréf frá systur manns og ekki manni sjálfum. Og það væri þá systirin og ekki maður sjálfur sem hefði skrifað nafnið manns á bréfið.
ella skrifaði
Ætli þú gætir hugsanlega verið að tala um mömmu einhvers?? Ég er hins vegar nýbúin að lesa fullt af bréfum frá þér.
Heidveig Ragnarsdóttir skrifaði
ég fékk svolitla slæmt samviskubit thegar las bloggid thitt eftir ad ég fékk tölvunna er eins og síminnn hafi horfid úr vitund minni og er ekki dugleg ad hringja í m¨mmu og pabba svo ég verd ad gera bót úr thvi. og frída eg hef sent thér email systra minna eg veit ekki hvort thu fekkst thau thvi talvann mín vill ekki alltaf senda mailin frá me´r
ella skrifaði
Hún Ragna var að spyrja mig um Hlíf litlu systur sína.
fríðasystir skrifaði
Ella: nei þetta var þín rithönd sem ég áleit mína. Heiðveig: ég er búin að svara núna, loksins
ella skrifaði
Haaa. Ekki hélt ég að við skrifuðum líkt. Það gera mamma og systur hennar.
Óttar skrifaði
...hehe og mamma segir stundum svona "haaa"
08.01.2008 22:53:50 / tumsa
ella skrifaði
Ætli þú gætir hugsanlega verið að tala um mömmu einhvers?? Ég er hins vegar nýbúin að lesa fullt af bréfum frá þér.
Heidveig Ragnarsdóttir skrifaði
ég fékk svolitla slæmt samviskubit thegar las bloggid thitt eftir ad ég fékk tölvunna er eins og síminnn hafi horfid úr vitund minni og er ekki dugleg ad hringja í m¨mmu og pabba svo ég verd ad gera bót úr thvi. og frída eg hef sent thér email systra minna eg veit ekki hvort thu fekkst thau thvi talvann mín vill ekki alltaf senda mailin frá me´r
ella skrifaði
Hún Ragna var að spyrja mig um Hlíf litlu systur sína.
fríðasystir skrifaði
Ella: nei þetta var þín rithönd sem ég áleit mína. Heiðveig: ég er búin að svara núna, loksins
ella skrifaði
Haaa. Ekki hélt ég að við skrifuðum líkt. Það gera mamma og systur hennar.
Óttar skrifaði
...hehe og mamma segir stundum svona "haaa"
13. Skrabbl
Var í kvöld á mánaðarlegum fundi í Kaðlín. Ágætur fundur. Mamma kom þar svo ég gat gengið úr skugga um að henni hefði ekki orðið meint af Danmerkurdvölinni.
Ég er að spökulera: af hverju kemur aldrei neinn og segir: Ella komdu að spila skrabbl. Það spilar aldrei neinn við mig skrabbl nema kannski Drífa en hún er svo sorglega sjaldan við hendina. MIG LANGAR AÐ SPILA SKRABBL.
Einu sinni fyrir löngu síðan átti ég heima í húsi þar sem stelpukorn bjó á hæðinni fyrir ofan mig. Stundum kom hún niður og spurði hvort við ættum ekki að spila. Það var gaman. Mig minnir að við höfum þá spilað kleppara. Var það ekki Thelma?
Drífa Hrönn skrifaði
Elsku Ella. Sakna þess nú líka að skrabbla,þú ert nú sú eina sem ég hef stundað þá iðju með í ansi mörg ár og haft gaman af! ég spilaði alltaf kleppara og kasínu oft í viku við Addý ömmu mína, við vorum góðar vinkonur ég og amma, sem lést því miður langt fyrir aldur fram, 59 ára, á brúðkaupsafmælinu sínu. ég var 12 ára, hún var góð vinkona, sakna hennar ennþá og spilastundana okkar.
Þóran skrifaði
Ella mín ég væri nú alveg til í að spila skrabbl við þig sko ja eða púkk. Við verðum bara að flytja í sveitina og þá getum við oft spilað. Spilaði mikið við ömmu þegar ég var yngri og fannst það mjög gaman.
ella skrifaði
Jahá, Thelma var líka innan við fermingu og ég á fertugsaldri. Knús til ykkar.
hlíf skrifaði
ég skal spila skrabbl við þig ef þú kemur einhvern tíman í bæinn. ég er alltaf til í að spila sko.
fríðasystir skrifaði
það er hægt að spila skrabbl á netinu! Á scrabulous.com
ella skrifaði
Láttu þér ekki detta í hug að ég sé að fara að spila skrabbl á útlensku. Það skemmtilega við skrabblið er Íslenskan.
09.01.2008 17:57:20 / tumsa
14. Börnin stækka
09.01.2008 17:57:20 / tumsa
14. Börnin stækka
Var í “nýrri” vinnu í morgun. Afleysing í skólaeldhúsinu. Mér finnst það gaman. Hitta bæði starfsfólk þar og nemendur sem maður hefur í mörgum tilvikum fylgst með síðan þau byrjuðu í leikskóla. Í báðum skólunum hef ég í allmörg ár unnið við afleysingar í lengri og skemmri tíma auk þess að skúra leikskólann í nokkur ár, en nú er ég eiginlega alveg hætt því vegna þess að ég hef aukið við heimilishjálpina og það er alltaf jafn mikið basl að vera á tveimur stöðum í senn. Margir krakkarnir eru því góðir vinir mínir og það hlýjar manni óneitanlega að vera næstum oltin um koll í verslun af því að einhver fleygir sér óvænt í fangið á manni. Svo fremi að maður reki ekki hausinn í. Það kemur alltaf jafnmikið á óvart hvað fólk á það til að stækka og breytast svona rétt á meðan litið er af því. Það bara vaða allir upp fyrir hausinn á manni.
Ég er að sjóða úldin horn. Nú geta allir verið glaðir yfir því að vera ekki hér. Nema ég. Það er óneitanlega ilmur í lofti. Líklega barasta best að klifra upp veggina úti og skrúfa niður jólaljós. Þar er ferskara loft. Nema stjörnuna, við kveikjum á henni um þorrablót. Það verður 2. febrúar.
Ég er að sjóða úldin horn. Nú geta allir verið glaðir yfir því að vera ekki hér. Nema ég. Það er óneitanlega ilmur í lofti. Líklega barasta best að klifra upp veggina úti og skrúfa niður jólaljós. Þar er ferskara loft. Nema stjörnuna, við kveikjum á henni um þorrablót. Það verður 2. febrúar.
10.01.2008 12:34:39 / tumsa
15. Hrein horn
Búin að sjóða og hreinsa 129 horn. Mjööög vond lykt en frábær árangur. Spurning hvort ég verð ekki að fara svona að þessu hér eftir, þ.e.a.s. að láta þau úldna í vatni og slá svo slóna úr og sjóða síðan. Með þessu verða þau skínandi hrein að innan og lítið mál að bursta þau og þrífa. Hingað til hef ég alltaf reynt að sjóða þau sem fyrst áður en kemur skemmd lykt. Þá er lengri suðutími og miklu erfiðara að skafa og hreinsa innan úr og þau bara verða alls ekki svona fín að innan eins og núna. Kannski þarf ég ekkert svo mikið að hreinsa horn á næstu vertíð, ég er komin með svo mikið. Best að fara að labba í vinnuna. Sjaldgæft að það sé möguleiki fyrir mig. Helga María skrifaði
Ætla að kommenta hér á færslu 13Mig langar líka mikið að spila skrabbl. Einu sinni vann ég með yndislegri konu, og spilaði við hana skrabbl á hverjum degi, bara gaman og MIKIÐ hlegið. Sakna þess mikið
ella skrifaði
Og hvurn djö... eruð þið Edda svo að þvælast í útlöndum??? Það vantar ekki að fólk segist til á spila skrabbl en enn sem komið er enginn sem býr nær en í Reykjavík.
ella skrifaði
Ég meina "í að"
Þóran skrifaði
Láttu Agnar bara spila við þig...hvurslags er þetta. Ég pant spila þegar ég kem austur. Knús knús ´þín Þóra.
ella skrifaði
Láta Agnar??? Viltu sýna mér hvernig.
15. Hrein horn
Búin að sjóða og hreinsa 129 horn. Mjööög vond lykt en frábær árangur. Spurning hvort ég verð ekki að fara svona að þessu hér eftir, þ.e.a.s. að láta þau úldna í vatni og slá svo slóna úr og sjóða síðan. Með þessu verða þau skínandi hrein að innan og lítið mál að bursta þau og þrífa. Hingað til hef ég alltaf reynt að sjóða þau sem fyrst áður en kemur skemmd lykt. Þá er lengri suðutími og miklu erfiðara að skafa og hreinsa innan úr og þau bara verða alls ekki svona fín að innan eins og núna. Kannski þarf ég ekkert svo mikið að hreinsa horn á næstu vertíð, ég er komin með svo mikið. Best að fara að labba í vinnuna. Sjaldgæft að það sé möguleiki fyrir mig. Helga María skrifaði
Ætla að kommenta hér á færslu 13Mig langar líka mikið að spila skrabbl. Einu sinni vann ég með yndislegri konu, og spilaði við hana skrabbl á hverjum degi, bara gaman og MIKIÐ hlegið. Sakna þess mikið
ella skrifaði
Og hvurn djö... eruð þið Edda svo að þvælast í útlöndum??? Það vantar ekki að fólk segist til á spila skrabbl en enn sem komið er enginn sem býr nær en í Reykjavík.
ella skrifaði
Ég meina "í að"
Þóran skrifaði
Láttu Agnar bara spila við þig...hvurslags er þetta. Ég pant spila þegar ég kem austur. Knús knús ´þín Þóra.
ella skrifaði
Láta Agnar??? Viltu sýna mér hvernig.
No comments:
Post a Comment