14.01.2008 18:50:48 / tumsa
21. Jólin kvödd
Ég er búin að taka niður og ganga frá jólaskrauti á þremur heimilum og hana nú.
14.01.2008 20:52:54 / tumsa
22. Fleipur
"Ég held ég sé ekki að fara með neinar fleipur". Svei mér þá alla daga. Maðurinn sem er að lýsa handboltanum sagði þetta núna áðan!!!
Þorbjörg skrifaði:
Bara til að kvitta eins og hinir. Gaman að lesa bloggið þitt og gangi þér vel með "túdú"listann þinn Ella frænka Þorbjörg frænka á Akureyri
fríðasystir skrifaði:
síðan borðaði kommentið mitt
fríðasystir skrifaði:
ég sagði eitthvað um að fleipurnar hefðu farið með hann þá. Mjög fyndin
ella skrifaði:
Ég yrði ekki hissa þó að síðan hefði orðið svöng við það að þú misgripir þig á núlli og O.
ella skrifaði:
Takk Þorbjörg meinti ég.
Óttar skrifaði:
það var sagt mér það
15.01.2008 17:04:48 / tumsa
23. Léttir
Nú er ég aldeilis búin að taka á. Þegar ég kom út í Tumsu í morgun sá ég að það væri alveg ómögulegt að fara að gera eitthvað í alvöru þarna inni án þess að fara fyrst í róttækar aðgerðir. Þegar langur tími líður án þess að ég sé þarna vill hrúgast upp allra handa dótarí og verkefni sem “ég geng frá bráðum” eða þá að “ég geri eitthvað snöggvast og geng svo bara frá næst” Einhver lætur mig svo kannski hafa hráefni sem ég skelli bara inn á gólf í bili. Nú réðist ég á helling af smávöru sem mér áskotnaðist úr dánarbúi síðastliðið sumar. Af því leiddi að ég varð að endurskipuleggja tvinnalagerinn. Til að eyða smáslöttum af tvinna fór ég svo að tína upp úr viðgerðakassanum og kláraði af fimm tvinnakeflum! Meðal annars er ég búin að ganga frá buxum af okkur hjónum sem ég keypti fyrir um það bil ári síðan og þurfti að stytta og breyta lítilsháttar. Mikill mundi sá lúxus að geta fengið passlegar buxur í búðum. Býsn eru framleidd af buxum sem ekki passa. Já, neinei það er ekki ég sem þarf að laga. Nú sé ég alls ekki fyrir mér að ég komi til með að þurfa framar að kaupa tvinna. Hugsanlega ef til vill í mjöög sérhæfð verkefni. Þið þarna úti afkomendur pabba, vantar ykkur alls ekki nálar, týtuprjóna, tvinna eða slíkt??? Við Sigga heitin erum alveg aflögufærar. Þið verðið samt helst að koma og sækja það.
Til hamingju með afmælið Einar í dag og Óttar á morgun
Fríða skrifaði:
ég keypti mér buxur í fyrravor sem pössuðu allstaðar, líka síddin. Það hefur komið fyrir einu sinni áður
Þóra frænka skrifaði:
Vá þú hefur aldeilis verið dugleg en ég hef líka lent í þessu að kaupa mér buxur og svo passar síddin ekki...hef fengið konu austur í Aðaldal til að stytta þær fyrir mig. Mjög vandað handbragð
Óttar skrifaði:
takk
Heidveig Ragnarsdóttir skrifaði:
er ekki búin ad vera med i nokkra daga , er thad rétt ad thad er ættarmót í sumar og hvenær????
ella skrifaði:
Fríða tók það víst síðast að sér að starta undirbúningi næsta ættarmóts og ég held að það sé eitthvað að fara af stað. Veit ekki meir.
16.01.2008 22:15:20 / tumsa
24. Kindur
Er að hugsa um að gera miða til að hafa á ullarvörunum mínum þar sem stendur að ullin sé af mínu búi. Með mynd af kindunum. Þá er betra að hafa þær ekki nýrúnar. Finn bara ekki nógu góða mynd. Seinna þá.
Ja, eða hafið þið kannski tekið góða mynd af kindunum mínum? Í réttum til dæmis? Verða helst að vera af mislitum held ég.
Ja, eða hafið þið kannski tekið góða mynd af kindunum mínum? Í réttum til dæmis? Verða helst að vera af mislitum held ég.
Esther skrifaði:
Ef þú hefur þær nýrúnar á myndinni þá er hún nú samt býsna trúverðug. Ekki satt?
ella skrifaði:
Ja, jú, reyndar. Nú er ég búin að bæta við færsluna en það breytir ekki svo.
Sigurður Jón Ragnrasson skrifaði:
Ég rakst á þessa síðu á leit minni að vinnslu með ull Ég er mjög hlinntur því að merka vörur þínar með mynd af kindunum þínum gaman væri að sjá miðann þegar þú ert búin að hanna hann
sigginn sem er hlintur vinnslu á íslenskum landbúnaðarvörum
sigginn sem er hlintur vinnslu á íslenskum landbúnaðarvörum
17.01.2008 18:39:37 / tumsa
25. Labb
Labbaði heim úr vinnunni áðan í fylgd stafanna minna. Svolítið kalt á vinstri augabrún um stund, annars fínt.
Fríðasystir skrifaði:
hundurinn minn hljóp tíu kílómetra í morgun
ella skrifaði:
Hvað lá honum á?
fríðasystir skrifaði:
ekkert, honum finnst bara svo gaman að hlaupa. Stundum skil ég vel að fólk noti orðið andsetinn um hunda sem haga sér svona
ella skrifaði:
Er hann fyrir endur?
No comments:
Post a Comment