Saturday, January 5, 2013

Janúar 2008, færslur 21 - 25


14.01.2008 18:50:48 / tumsa
21. Jólin kvödd
Ég er búin að taka niður og ganga frá jólaskrauti á þremur heimilum og hana nú.:haha:

14.01.2008 20:52:54 / tumsa
22. Fleipur
"Ég held ég sé ekki að fara með neinar fleipur". Svei mér þá alla daga. Maðurinn sem er að lýsa handboltanum sagði þetta núna áðan!!!8|
   Þorbjörg skrifaði:
Bara til að kvitta eins og hinir. Gaman að lesa bloggið þitt og gangi þér vel með "túdú"listann þinn Ella frænka    Þorbjörg frænka á Akureyri
   fríðasystir skrifaði:
síðan borðaði kommentið mitt
   fríðasystir skrifaði:
ég sagði eitthvað um að fleipurnar hefðu farið með hann þá. Mjög fyndin
   ella skrifaði:
Ég yrði ekki hissa þó að síðan hefði orðið svöng við það að þú misgripir þig á núlli og O.
   ella skrifaði:
Takk Þorbjörg meinti ég.
   Óttar skrifaði:
það var sagt mér það

15.01.2008 17:04:48 / tumsa
23. Léttir
Nú er ég aldeilis búin að taka á. Þegar ég kom út í Tumsu í morgun sá ég að það væri alveg ómögulegt að fara að gera eitthvað í alvöru þarna inni án þess að fara fyrst í róttækar aðgerðir. Þegar langur tími líður án þess að ég sé þarna vill hrúgast upp allra handa dótarí og verkefni sem “ég geng frá bráðum” eða þá að “ég geri eitthvað snöggvast og geng svo bara frá næst” Einhver lætur mig svo kannski hafa hráefni sem ég skelli bara inn á gólf í bili. Nú réðist ég á helling af smávöru sem mér áskotnaðist úr dánarbúi síðastliðið sumar. Af því leiddi að ég varð að endurskipuleggja tvinnalagerinn. Til að eyða smáslöttum af tvinna fór ég svo að tína upp úr viðgerðakassanum og kláraði af fimm tvinnakeflum! Meðal annars er ég búin að ganga frá buxum af okkur hjónum sem ég keypti fyrir um það bil ári síðan og þurfti að stytta og breyta lítilsháttar. Mikill mundi sá lúxus að geta fengið passlegar buxur í búðum. Býsn eru framleidd af buxum sem ekki passa. Já, neinei það er ekki ég sem þarf að laga. 8) Nú sé ég alls ekki fyrir mér að ég komi til með að þurfa framar að kaupa tvinna. Hugsanlega ef til vill í mjöög sérhæfð verkefni. Þið þarna úti afkomendur pabba, vantar ykkur alls ekki nálar, týtuprjóna, tvinna eða slíkt??? Við Sigga heitin erum alveg aflögufærar. Þið verðið samt helst að koma og sækja það.:)
Til hamingju með afmælið Einar í dag og Óttar á morgun:)
   Fríða skrifaði:
ég keypti mér buxur í fyrravor sem pössuðu allstaðar, líka síddin. Það hefur komið fyrir einu sinni áður
   Þóra frænka skrifaði:
Vá þú hefur aldeilis verið dugleg :) en ég hef líka lent í þessu að kaupa mér buxur og svo passar síddin ekki...hef fengið konu austur í Aðaldal til að stytta þær fyrir mig. Mjög vandað handbragð :)
   Óttar skrifaði:
takk
   Heidveig Ragnarsdóttir skrifaði:
er ekki búin ad vera med i nokkra daga , er thad rétt ad thad er ættarmót í sumar og hvenær????
  ella skrifaði:
Fríða tók það víst síðast að sér að starta undirbúningi næsta ættarmóts og ég held að það sé eitthvað að fara af stað. Veit ekki meir.

16.01.2008 22:15:20 / tumsa
24. Kindur
Er að hugsa um að gera miða til að hafa á ullarvörunum mínum þar sem stendur að ullin sé af mínu búi. Með mynd af kindunum. Þá er betra að hafa þær ekki nýrúnar. Finn bara ekki nógu góða mynd. Seinna þá.
Ja, eða hafið þið kannski tekið góða mynd af kindunum mínum? Í réttum til dæmis? Verða helst að vera af mislitum held ég.
   Esther skrifaði:
Ef þú hefur þær nýrúnar á myndinni þá er hún nú samt býsna trúverðug. Ekki satt?
   ella skrifaði:
Ja, jú, reyndar. Nú er ég búin að bæta við færsluna en það breytir ekki svo.
   Sigurður Jón Ragnrasson skrifaði:
Ég rakst á þessa síðu á leit minni að vinnslu með ull :) Ég er mjög hlinntur því að merka vörur þínar með mynd af kindunum þínum :) gaman væri að sjá miðann þegar þú ert búin að hanna hann :)
sigginn sem er hlintur vinnslu á íslenskum landbúnaðarvörum

17.01.2008 18:39:37 / tumsa
25. Labb
Labbaði heim úr vinnunni áðan í fylgd stafanna minna. Svolítið kalt á vinstri augabrún um stund, annars fínt.
   Fríðasystir skrifaði:
hundurinn minn hljóp tíu kílómetra í morgun :)
   ella skrifaði:
Hvað lá honum á?
   fríðasystir skrifaði:
ekkert, honum finnst bara svo gaman að hlaupa. Stundum skil ég vel að fólk noti orðið andsetinn um hunda sem haga sér svona
  ella skrifaði:
Er hann fyrir endur?

Thursday, January 3, 2013

Janúar 2008, færslur 16 - 20


11.01.2008 11:50:22 / tumsa
16. Tengill

Þetta hljóta að vera viss tímamót á ferli hvers bloggara. Nú hefur bloggari sem ég þekki ekki persónulega sett á mig tengil. Ég er mjög glöð með það. Þetta er hún Nanna. Ekki samt Nanna frænka mín.. ja eða ég ætla að gá.. Jú, jú, við erum frænkur í áttunda lið í föðurætt beggja. Og merkilegt nokk, ættliðirnir bara þokkalega samferða í tíma og aðeins árs aldursmunur á okkur. Ég rambaði á síðuna hennar í haust af síðu Hildigunnar sem ég fór á af síðu Fríðu og ég sökk bara í. Fór að lesa skipulega frá fyrsta bloggi og hafði þetta sem framhaldssögu. Gat nú samt ekki látið fara vel um mig í rúminu eins og ég er vön við lestur því tölvan mín er svo ómeðfærileg. Eiginmaðurinn botnaði ekkert í þrásetum mínum við skjáinn og spurði stundum hvort ég væri virkilega enn að lesa þessa konu. Frá mínum bæjardyrum er samt bloggið hennar meingallað því að ég get ekki séð athugasemdirnar við það og það breyttist ekkert þó að ég telji mig hafa hlaðið inn hjá mér einhverjum eldref en ég get svosem ábyggilega alveg hafa gert það eitthvað vitlaust. Ég sé bara mjótt lóðrétt strik þar sem ég þykist vita að spekin sé. Ég líklega verð bara að taka aðra törn og lesa það allt aftur þegar ég er búin að endurnýja tölvukostinn hvaða ár sem það nú verður. Ég sé hjá okkur töluverðan andlegan skyldleika fyrir utan þennan í áttunda liðnum. Og margt sambærilegt í lífshlaupinu. Ætli meginmunurinn sé ekki bara sá að handverk hennar er í flestum tilvikum ætt en mitt óætt? Já og svo gæti ég held ég aldrei hugsað mér að búa í Reykjavík.


11.01.2008 18:55:52 / tumsa
17. Dansidansi
Mér finnst svo eindregið að litlu stelpurnar sem eru að dansa saman í auglýsingunni hérna vinstra megin séu Kristín og Sveindís!? Hvað segið þið um það Edda og Helga María? Vinir og fjölskylda Heilabrot
   Helga María skrifaði:
Algjörlega sammála með Kristínu, ekki eins með Sveindísi, en það er bara ég ;)
   Gréta María skrifaði:
rosalega ertu búin að vera dugleg að blogga, ég er búin að lesa allt og kvitta hér. Ég er búin að hlaða inn öllum myndunum úr sveitinni á barnalandið :) kveðja Gréta María.
   Edda Rós skrifaði:
Ég er sammála...


12.01.2008 06:55:32 / tumsa
18. Túdú

Ég hef gaman af Íslensku. Ég er á móti slettum. Undantekningin sannar regluna. - Eða hvað? Mér hefur reyndar alltaf þótt þetta síðasta hljóma ósannfærandi. Mér finnst samt Túdúlisti mjög flott orð. Hvað gæti þetta verið á Íslensku?
Aðgerðaáætlun; ojbarasta.
Þarf að gera; óþjált.
Minnisblað; minnir mig nú bara á óheiðarlega pólitík.
Tossamiði; líklega langskást en túdúlisti samt flottara. Ég ætla að gera túdúlista.
Bráðum.
   Þóran skrifaði:
Mér finnst orðið túdúlisti flottari en hitt. Heyrðu sendu mér bara kílóin þín í pósti...þau geta nú ekki verið mörg. Mér finnst þú ekkert vera of stór. En ég skal samt taka þín með. Hlakka til að sjá ykkur...knús knús Þóra.
   Heidveig Ragnarsdóttir skrifaði:
Hvad thýdir túdulisti thad er ekki svo oft sem ég tala íslensku svo ég vissi ekki hvad ég ætti ad segja hvis enhver sagdi túdulisti vid mig svo thad vildi vera mjög fródlegt ef ég fékk ad vita ádur en ég kem í thá pínlegu stödu og vita ekki hvad thad thýdir . thad er margt sem ég á í svolitlum vndrædum med vardandi íslensekt tungumál og thess vegan vil ég verda mér úti um eitthvad ad lesa á íslensku annad en dagblödinn thví ég veit ekki alltaf hvad umrædan er svo ég vil fá mér enhverjar skemmtilegar bækur til ad lesa. Hef ekki athugad hvort madur getur pantad enhverjar héran á bókasafninu thad er kannski möguleiki. Mér finnst mjög gaman ad lesa thad sem er skrifad hérna er trúfastur gestur héran á sídunni kvedja Heidveig

   ella skrifaði:
Þetta er nú bara enskusletta, skrifað eftir framburði tú dú og merkir að gera. Ef þú ferð á tenglana hér til vinstri þá eru þar líka 7 systkinabörn mín, bróðir, tengdadóttir, Helga Lilja og svo Marcia mágkona en hún skrifar nú reyndar á ensku. Töluvert er líka af góðri íslensku hjá Davíð Þór og Nönnu R. þar fyrir ofan án þess að ég ætli að gera upp á milli, en þau skrifa oft pistla í lengri kantinum. Þú þarft ekki að hika við að spyrja ef þér dettur í hug. Gaman að vita af þér hér.



13.01.2008 07:32:37 / tumsa
19. Listinn langi
Í vetur vil ég gera ýmislegt. Ég geri mér fulla grein fyrir því að veturinn mun alls ekki verða nægilega langur til að ég geti lokið öllu sem ég vildi en það gerir svo sem ekkert til, mín reynsla er að það kemur aftur vetur eftir þennan. Svo er líka alltaf slatti sem mig langar ekki minnstu vitund til að gera en kemst ekki hjá. Þar að auki eru líka ófyrirséðir hlutir sem taka sinn tíma. Ég ætla að gera lista yfir fyrstnefnda flokkinn. Það hvarflar ekki að mér að gera lista yfir það sem mig langar ekki að gera, það er lítil hætta á að það gleymist.
Túdúlisti.
Þæfa hatta. Miða við ca. 20 stk. til að hafa val um liti og stærðir.
Þæfa og sauma pils. Miða við ca. 20 stk. til að hafa val um liti og stærðir.
Þæfa sjöl með öðrum efnum í.
Kemba til þæfingar, á samt tilbúinn slatta.
Kemba og pakka helling af sölukembum.
Sauma fullt af ferðahosum og prjóna svo smátt og smátt.
Gera glerskálar upp í pöntun + ýmislegt annað gler í leiðinni.
Kemba og spinna ull í söluband.
Kemba, spinna og prjóna 3 peysur sem ég gaf á seinni hluta síðustu aldar.
Sauma hreindýratöskur.
Gera húfukort, pappírinn er til.
Gera tölur úr Strandasteinum og setja á spjöld.
Ganga frá töluspjöldum með steinum frá Skjálfanda, eftir að snara úr tölunum.
Skefta töluvert af eldhúsáhöldum, ég á slatta af tilbúnum sköftum.
Þæfa seríur.
Skreyta hárspangir.
Gera við stofuloftið
Mála stofuna og ef til vill fleira.
Vinna með fatahópi Laufáshópsins.
Halda námskeið í skermagerð.

Svo að skrokkurinn svíki mig ekki verð ég að passa að vera ekki of einhæf heilu dagana. Það fer til dæmis ágætlega saman að þæfa og spinna til skiptis, þá er hvort eð er allt undirlagt af ull. Auðvitað á ég líka að druslast í labbitúra inn á milli. Mér er fullkomlega ljóst að þetta klárast ekki. Ég ætla samt ekki að stroka neitt út af þessum lista en nokkuð víst er að sitthvað mun bætast við. Trúlega rétt að uppfæra listann öðru hvoru. Ég ætlaði að forgangsraða en ég sé varla hvernig. Ætli ég byrji ekki samt á ferðahosum til að geta síðan notað lausar stundir í að prjóna þær og fari svo í þæfinguna þangað til ég verð að rýma fyrir þorrablótsgestum. Eftir blót er svo ábyggilega skynsamlegt að koma stofunni frá. Og bókhaldinu. Ojæja. Ef ég skelli mér svo líka í leiklistina þá er nú líklega farið að styttast ískyggilega í sauðburðinn. Við skulum bara hafa gaman af þessu. Ég held ég halli mér.
Eftir að ég gerði þetta uppkast í gær fór ég út í Tumsu og byrjaði ekkert á ferðahosunum. Oneinei, ekkert að marka sem ég segi greinilega. Ég fór að gera við buxur fyrir Jakob sem er hér um helgina og svo fór ég að kemba mórauða sauðaull. Ég spann svo slatta af henni í gærkvöldi og ætla kannski í dag ef tími vinnst til áður en Jakob fer, að kenna honum að spinna. Jú jú, maður verður að koma þekkingunni áfram til næstu (eða þarnæstu) kynslóðar. Það er langt síðan Jakob sagði að hann ætlaði að fá sér verkfæri og áhöld eins og ég þegar hann verður stór og síðast í gærkvöldi velti hann fyrir sér hvort hann fengi kannski rokkinn eftir minn dag en ég sagði að það væri ómögulegt að bíða svo lengi því að ég ætlaði að nota hann svo marga áratugi í viðbót. Ég er mjög hamingjusöm með það að ömmubörnin mín hafa öll erft mikla handlagni einhversstaðar frá. Nú fer ég út að klára að kemba sauðinn.
   Heidveig Ragnarsdóttir skrifaði:
Hæ Ella; Hvar færdu alla thessa orku frá hvernig færdu thad til ad hanga saman ad vera úti vinnandi hafa heimili og svo budinna thína eda verkstædid thitt og svo ertu ad hugsa um ad bæta enhverju vid . Vá! ég vildi ad ég gæti lært eitthvad af thér jú ég ætti kannski ad sjá minna sjónvarp eda skipuleggja tíma minn betur já ég vil taka mig saman og gera thad. kvedja Heidveig
   ella skrifaði:
Heyrðu þetta er nú ekki svo flókið, sleppa bara heimilinu! Eða þannig. Handverkið er aðalvinnan, hin vinnan er núna ca.33% og heimilið tek ég í törnum þegar og ef ég má vera að og nenni. Eiginmaðurinn eldar miklu oftar en ég, ég segi að það sé vegna þess að hann er yfirleitt svengri en ég. Búðin er róleg að vetrinum svo að þá er ég frekar í framleiðslunni. Sumt er þó bara vinnandi úti við á sumrin t.d. að pússa horn og bein og slík óþrif. Aðalmálið er að maður hafi gaman af því sem maður er að gera. Það er svo hollt. Ég vildi óska að ég væri góð í að skipuleggja mig en því fer fjarri.
   Helga Lilja skrifaði:
heyrðu , hér lesa ættingjar allstaðar að! er ekki öruggleg ættarmót í sumar annars? ég segi það alla vega
fríðasystir skrifaði:
Jú! það er ættarmót. Ekki fara neitt langt í burt


13.01.2008 22:41:58 / tumsa
20. Kennslan
Búin með sauðinn og gerði við aðeins meira af fötum. Er líka af og til búin að vera að kenna spuna. Ekki laust við að sæjust vonbrigði hjá nemandanum þegar rann upp fyrir honum að þetta var einhvern veginn ekki alveg eins auðvelt og sýnist þegar amma spinnur.:$ Það er ætlast til að fæturnir vinni jafnt og alltaf í rétta átt á meðan hendurnar eru svo að brasa við eitthvað allt annað! Við erum samt hreint ekkert að gefast upp, höldum áfram næst.

   Gréta María skrifaði:
alltaf gaman að lesa þig Ella mín, þú ert svo dugleg að blogga að ég fæ að lessa nokkur blogg í einu og kvitta svo eins og mér ber að gera :) Mig langar að fara að taka þig mér til fyrirmyndar og "sleppa heimilinu" og gera meiri handverk......æ en svo er svo erfitt að byrja þegar heimilið er í rúst.......það eru svo margar litlar hendur sem eru duglegar að rusla til fyrir mér svo ætli ég bíði ekki eftir að litli maðurinn taki pásu í að safna tönnum og fer aftur að sofa á kvöldin því það er svo erfitt að prjóna og sauma þegar litlu hendurnar toga í spotta og flækja bönd :)Bið bara voðalega vel að heilsa Agnari, Sprota og rollunum. knús Gréta María ps. er soldið forvitin að vita hvort Heiðveig sem kvittar hér á síðuna er mamman hans Sævars vinar míns ?
   ella skrifaði:
Jú það passar einmitt. Þetta sýnir í hnotskurn hvað heimurinn er lítill, að vinkona mín í Ameríkunni þekkir einmitt son Heiðveigar frænku í Danmörku! Og þær lesa báðar og kvitta hjá mér! Er þetta ekki magnað? Gréta mín, mér finnst það afar auðskilið að þú skulir ekki öllum stundum vera að handverkast eitthvað. Ég þekki nefnilega börnin þín. Ég gerði nú ekki mikið í þessa áttina meðan mínir voru upp á sitt besta, það var þá helst meðan þeir voru í leikskóla o.þ.h. en þú notar ekki svoleiðis. Hafðu engar áhyggjur, ég veit af reynslu að tíminn stekkur svo hratt áfram að fyrr en varir ertu orðin amma og getur sest róleg við rokkinn. Eða þannig. Gáðu bara að því að ömmubörnin reki ekki puttana í hann, það getur verið sárt. Hvar er annars hún móðir þín gamla? Ég verð ekki vör við hana hér á síðunni??
   Lora skrifaði:
Hæ Ella mín það er gaman að lesa bloggin þín, frábært framtak hjá framtakssamri konu.
   Helga Lilja skrifaði:
æj ég skrifaði komment á færsluna fyrir neðan í staðinn fyrir þessa..döhhh en ég segi að það sé ættarmót við koðralæk í sumar sko
   ella skrifaði:
Helga Lilja mín, þér er svo velkomið að skrifa við allar mínar færslur ef þú bara vilt:-) En jú ég held að ég hafi lesið það eftir Fríðu að það eigi að kýla á það í sumar. Og einmitt jú, mér leiðist nú ekki ef það orð kemst á að allir lesi hér. Meira fjör.

Wednesday, January 2, 2013

Janúar 2008, færslur 11 - 15

7.01.2008 23:17:49 / tumsa
11. Heimilishjálp
Það er óhætt að segja að starf mitt við heimilishjálpina hafi verið fjölbreytt. Þar hef ég skrúbbað og skúrað allt mögulegt og ómögulegt, lesið, sungið, prjónað, talað (já ég veit, allir hissa), flokkað myndir, gert kleinur, prófarkalesið heila bók, búið til sultu, skipt um bleyjur, farið í berjamó, aðstoðað í heimsóknum til lækna, verslað í allra handa búðum, komið fyrir músaeitri, sinnt bankaerindum, gert kæfu, skrifað upp ljóð, verið fylgifiskur í sjúkrabíl, lagfært saumavél, farið með skjólstæðingum í heimsóknir, eldað mat, saumað upp sparikjól, rúntað um sveitina, gert við ljósakrónu, farið í gönguferðir, bakað smákökur, gert við föt, unnið að eyðingu kerfils, lagað til í allra handa skápum og hirslum þar sem stundum hafa verið munir frá næstsíðustu öld, já og sett upp og tekið niður jólaskraut. Sennilega er sitthvað sem ég gleymi að nefna en mig minnir að starfslýsingunni standi oftast nær: Aðstoð við almenn heimilisstörf.
Ætli það sé nokkuð endilega neikvætt að fara út fyrir verksvið sitt?
   Lora skrifaði
Nei vá æði :) ég vissi ekki einu sinni að þú værir í heimilishjálp, en þú ert greinilega manneskjan í verkið.. þegar ég verð gömul vona ég að ég fái einhverja eins og þig í heimahjálp..
   Fríðasystir skrifaði
Eitthvað er mér nú að ganga erfiðlega að fá starfslýsingu þarna :) hehe. Það náttúrulega væri ekki gott ef það stæði bara í starfslýsingunni að þú ættir að skúra gólf og ekkert annað. Hver ætti þá að eyða kerfli og flokka myndir? Ég er nú annars hlynnt því að hafa störf fjölbreytt.
   Helga María skrifaði
mig vantar heimilishjálp, ertu á lausu??? Getum alveg bakað kleinur;)
   ella skrifaði
Nafna mín og Helga María, ég er að koma.

07.01.2008 23:37:59 / tumsa
12. Þankar
Stundum er alls ekki hægt að blogga um hugsanir sínar. Þær eru þá meira annarra einkamál en mitt.
Áðan efaðist ég augnablik um andlega heilsu mína. Ég svaraði í símann og þar heilsaði mér með nafni gæðaleg eldri konurödd. Mér brá því að um stund fannst mér eindregið að þetta væri Inga móðursystir en hún var jörðuð fyrir rúmu ári. Svo giskaði ég á að þetta væri “stóra” systir hennar og það var nú sem betur fer rétt. Henni fannst þetta heldur fyndið þegar ég sagði henni þetta í lok spjallsins, jú, hún sagðist búin að vera hás undanfarið. Það er nú samt partur af brandaranum því að hennar rödd var nú alltaf dekkri en Ingu. Alltaf gaman að spjalla við Rögnu.
Mikið var gaman í gærkvöldi.:lol:
   Fríðasystir skrifaði
Það er nú meira spúkí að fá bréf í pósti og góna lengi á rithöndina á nafninu og muna ekkert hvenær manni datt sjálfum í hug að senda manni sjálfum sendibréf. Og fatta svo seint og um síðir að líklega væri þetta bréf frá systur manns og ekki manni sjálfum. Og það væri þá systirin og ekki maður sjálfur sem hefði skrifað nafnið manns á bréfið.
   ella skrifaði
Ætli þú gætir hugsanlega verið að tala um mömmu einhvers?? Ég er hins vegar nýbúin að lesa fullt af bréfum frá þér.
   Heidveig Ragnarsdóttir skrifaði
ég fékk svolitla slæmt samviskubit thegar las bloggid thitt eftir ad ég fékk tölvunna er eins og síminnn hafi horfid úr vitund minni og er ekki dugleg ad hringja í m¨mmu og pabba svo ég verd ad gera bót úr thvi. og frída eg hef sent thér email systra minna eg veit ekki hvort thu fekkst thau thvi talvann mín vill ekki alltaf senda mailin frá me´r
   ella skrifaði
Hún Ragna var að spyrja mig um Hlíf litlu systur sína.
   fríðasystir skrifaði
Ella: nei þetta var þín rithönd sem ég áleit mína. Heiðveig: ég er búin að svara núna, loksins :)
   ella skrifaði
Haaa. Ekki hélt ég að við skrifuðum líkt. Það gera mamma og systur hennar.
   Óttar skrifaði
...hehe og mamma segir stundum svona "haaa"


08.01.2008 22:53:50 / tumsa
13. Skrabbl
Var í kvöld á mánaðarlegum fundi í Kaðlín. Ágætur fundur. Mamma kom þar svo ég gat gengið úr skugga um að henni hefði ekki orðið meint af Danmerkurdvölinni.
Ég er að spökulera: af hverju kemur aldrei neinn og segir: Ella komdu að spila skrabbl. Það spilar aldrei neinn við mig skrabbl nema kannski Drífa en hún er svo sorglega sjaldan við hendina. MIG LANGAR AÐ SPILA SKRABBL.
Einu sinni fyrir löngu síðan átti ég heima í húsi þar sem stelpukorn bjó á hæðinni fyrir ofan mig. Stundum kom hún niður og spurði hvort við ættum ekki að spila. Það var gaman. Mig minnir að við höfum þá spilað kleppara. Var það ekki Thelma?
   Drífa Hrönn skrifaði
Elsku Ella. Sakna þess nú líka að skrabbla,þú ert nú sú eina sem ég hef stundað þá iðju með í ansi mörg ár og haft gaman af! ég spilaði alltaf kleppara og kasínu oft í viku við Addý ömmu mína, við vorum góðar vinkonur ég og amma, sem lést því miður langt fyrir aldur fram, 59 ára, á brúðkaupsafmælinu sínu. ég var 12 ára, hún var góð vinkona, sakna hennar ennþá og spilastundana okkar.
   Þóran skrifaði
Ella mín ég væri nú alveg til í að spila skrabbl við þig sko ja eða púkk. Við verðum bara að flytja í sveitina og þá getum við oft spilað. Spilaði mikið við ömmu þegar ég var yngri og fannst það mjög gaman.
   ella skrifaði
Jahá, Thelma var líka innan við fermingu og ég á fertugsaldri. Knús til ykkar.
   hlíf skrifaði
ég skal spila skrabbl við þig ef þú kemur einhvern tíman í bæinn. ég er alltaf til í að spila sko.
   fríðasystir skrifaði
það er hægt að spila skrabbl á netinu! Á scrabulous.com
  ella skrifaði
Láttu þér ekki detta í hug að ég sé að fara að spila skrabbl á útlensku. Það skemmtilega við skrabblið er Íslenskan.


09.01.2008 17:57:20 / tumsa
14. Börnin stækka
Var í “nýrri” vinnu í morgun. Afleysing í skólaeldhúsinu. Mér finnst það gaman. Hitta bæði starfsfólk þar og nemendur sem maður hefur í mörgum tilvikum fylgst með síðan þau byrjuðu í leikskóla. Í báðum skólunum hef ég í allmörg ár unnið við afleysingar í lengri og skemmri tíma auk þess að skúra leikskólann í nokkur ár, en nú er ég eiginlega alveg hætt því vegna þess að ég hef aukið við heimilishjálpina og það er alltaf jafn mikið basl að vera á tveimur stöðum í senn. Margir krakkarnir eru því góðir vinir mínir og það hlýjar manni óneitanlega að vera næstum oltin um koll í verslun af því að einhver fleygir sér óvænt í fangið á manni. Svo fremi að maður reki ekki hausinn í. Það kemur alltaf jafnmikið á óvart hvað fólk á það til að stækka og breytast svona rétt á meðan litið er af því. Það bara vaða allir upp fyrir hausinn á manni.
Ég er að sjóða úldin horn. Nú geta allir verið glaðir yfir því að vera ekki hér. Nema ég. Það er óneitanlega ilmur í lofti. Líklega barasta best að klifra upp veggina úti og skrúfa niður jólaljós. Þar er ferskara loft. Nema stjörnuna, við kveikjum á henni um þorrablót. Það verður 2. febrúar.


10.01.2008 12:34:39 / tumsa
15. Hrein horn
Búin að sjóða og hreinsa 129 horn. Mjööög vond lykt en frábær árangur. Spurning hvort ég verð ekki að fara svona að þessu hér eftir, þ.e.a.s. að láta þau úldna í vatni og slá svo slóna úr og sjóða síðan. Með þessu verða þau skínandi hrein að innan og lítið mál að bursta þau og þrífa. Hingað til hef ég alltaf reynt að sjóða þau sem fyrst áður en kemur skemmd lykt. Þá er lengri suðutími og miklu erfiðara að skafa og hreinsa innan úr og þau bara verða alls ekki svona fín að innan eins og núna. Kannski þarf ég ekkert svo mikið að hreinsa horn á næstu vertíð, ég er komin með svo mikið. Best að fara að labba í vinnuna. Sjaldgæft að það sé möguleiki fyrir mig.   Helga María skrifaði
Ætla að kommenta hér á færslu 13;)Mig langar líka mikið að spila skrabbl. Einu sinni vann ég með yndislegri konu, og spilaði við hana skrabbl á hverjum degi, bara gaman og MIKIÐ hlegið. Sakna þess mikið;)
   ella skrifaði
Og hvurn djö... eruð þið Edda svo að þvælast í útlöndum??? Það vantar ekki að fólk segist til á spila skrabbl en enn sem komið er enginn sem býr nær en í Reykjavík.
   ella skrifaði
Ég meina "í að"
   Þóran skrifaði
Láttu Agnar bara spila við þig...hvurslags er þetta. Ég pant spila þegar ég kem austur. Knús knús ´þín Þóra.
   ella skrifaði
Láta Agnar??? Viltu sýna mér hvernig.

Tuesday, January 1, 2013

Janúar 2008, færslur 1 - 10


1. Upphaf
Ég hafði eiginlega hugsað mér að byrja að blogga á fyrsta degi ársins en þau áform drukknuðu í fjörugu jólaboði þar sem rétt tæpur helmingur 15 viðstaddra var 9 ára eða yngri. Þar með kláraðist orkan. Ég fer ekki af stað með neinum gusti því að ég ætla svona að þreifa mig áfram með verkefnið. Til dæmis útlit síðunnar og svona. Eiginlega væri einboðið að nota útlit sem heitir 007 vegna þess að það er gamla fæðingarnúmerið mitt sem rann svo inn í kennitöluna, en það finnst mér allt of dökkt. Ég vil ekki dökka síðu. Fann ekki fallegan vínrauðan lit sem er mitt uppáhald. Koma dagar koma ráð. Byrjum bara á þessu.
   Fríða skrifaði:
Það var mikið! Ja, þú allavega þarft ekki að hafa áhyggjur af þessum staðfestingartölum. Nú, og svo mælir víst blog.central með að maður skrifi textann í textavinnsluforriti eins og t.d. word og kópíeri hann svo yfir í bloggið.

2. Katrín
Það er hart þegar manni er ekki vært í sínu eigin rúmi vegna ofbeldis. Þó fyrirgefanlegt ef sannað þykir að ofbeldið eigi sér rætur í vondum draumi. Fyrst ég er nú vakandi er bara best að æfa sig að blogga. Á nýársdag var hjá mér meðal annarra góðra gesta þriggja ára stúlka rösk og ákveðin. Að hennar áliti heiti ég Ella amma eða amma Ella og auðvitað hlíti ég hvorutveggja. Af því að hún eyðir ekki tíma að óþörfu verður þetta svo ýmist Elma eða Ammla og hvort tveggja auðskilið. Hún hafði ekki dvalið hér lengi þegar á vegi hennar varð rautt og girnilegt epli sem henni var að sjálfsögðu velkomið. Skömmu síðar fóru svo að finnast óviðfeldnar klessur hér og þar um húsið sem ég hélt mig hafa þrifið nokkuð þokkalega stuttu áður. Mamman upplýsti þá að sú stutta væri ekkert fyrir eplahýði. Ég skikkaði þá mömmuna til að hýða eplið og hýðið var að sjálfsögðu sett í -á- nokkuð fullan hænsnadallinn. Ekki löngu seinna kemur eplaætan og sér dallinn og grípur vænan lagð til átu um leið og hún segir sig langa í eplarusl. Ég var svo sem ekkert að setja mig á móti því en spurði nú samt hvort hún ætlaði nokkuð að klára matinn frá hænunum? Hún neitaði því ekki en spurði svo hvort hænur hefðu tennur og svo hvort þær færu að gráta ef hún kláraði frá þeim? Að lokum kvað hún upp úr með það að þá skyldi hún hugga þær. - Nú rétt í þessu gufaði færslan upp og skjárinn fullyrti að þetta væri búið. Helv.. lýgi hugsaði ég en svo náði ég að galdra hana til mín aftur undir því yfirskini að ég ætlaði að breyta henni. - Seinna sótti ég konfektkassa og meðan ég var að reyta utan af honum plastið tilkynnti hún að hún ætlaði að spila þetta spil. Gott í bili.
   ElsaGuðný skrifaði:
Til hamingju með síðuna! Ég á eftir að vera hér daglegur gestur. Kveðjur kærar
   Helga skrifaði:
handverkur...heheh
   Nanna skrifaði:
Nauh. Er samt ekki búin að lesa færslurnar, þar sem Ida er nottlega í heimsókn. Vildi samt kvitta.
   Helga María skrifaði:
Ohoo ég er svo glöð að "finna" þig í netheimum;)Ert kominn í "feivorits" núna og kikka á þig daglega. Knúz og klem
   Heidveig Ragnarsdóttir skrifaði:
hæ Ella: gaman ad lesa bloggid thitt ég er allt í einu komin miklu nærri íslandi en ég hef verid í mörg ár voan ad ég geti fengid ad fylgajst med í nánari framtíd . Mér hlakkar allavega til ad lesa sídurnar thínar. kvedja Heidveig
   ella skrifaði:
Fínt fínt Heiðveig ég er nefnilega viss um að þetta er fín aðferð til að halda sambandi við gamla vini og fjölskyldu. Þarna rétt fyrir ofan er til dæmis líka Helga Lilja frænka.
   Heidveig Ragnarsdóttir skrifaði:
hæ aftur ég alveg sammála thví mig vatnar svolítid ad vera í sambandi ég er svolítid ein hérna í danmmörku en thad er mín eigin sök svo lika gód dferd ad rifaj upp stafsetninguna hún er ordin frekar slöpp 

3. Hrútspungar
Úbbs. Ég var að átta mig á því í kvöld að ég er ekki búin að sjóða og súrsa hrútspungana og bara mánuður í þorrablót. Æi þetta hefur að vísu gerst fyrr og ekki komið mjög að sök en nú má ekki klikka að græja þetta á laugardaginn. Já og búa til ís. Blanda því samt ekki saman.

4. Af hverju að blogga
Ég ætla að blogga af því að mér þykir gaman að hafa samskipti við fólk. Viðra vangaveltur mínar og lesa pælingar annarra. Þetta er örugglega vandmeðfarið því að mín mál skarast auðvitað við mitt nánasta samfélag svo að einkamál mín eru ekkert endilega alltaf svo mikið einkamál. Ég vona samt að mér takist að ramba hinn gullna meðalveg þannig að aðrir hljóti ekki skaða af. Þetta verður þannig mest gaman ef ég fæ marga til að nenna að líta á það sem ég skrifa og sem oftast að skrifa athugasemdir. Ég þarf líka að læra "viðeigandi" blogghegðun. Setur maður til dæmis tengla á þá sem manni sýnist eða er ætlast til að viðkomandi séu spurðir leyfis? Á mínu flakki hef ég séð að sumir spyrja aðra hvort þeir vilji vera bloggvinir, er það almennt? Ég hef safnað ýmsum síðum inn á favoritið hjá mér og ég held nú að minnsta kosti að ég skelli hér inn síðum þeirra sem ég þekki persónulega á þess að spyrja kóng eða prest. Ég treysti því að þeir skammi mig þá ef þeim líst ekki á. Ég vil hins vegar endilega að þú (hver sem þú ert) setjir tengil á mig ef þér sýnist svo en skemmtilegt væri auðvitað að frétta af því.
Það er bölvaður barningur að starta bloggi þegar maður er með slitrótta og meingallaða nettengingu. Nóg að vera að þreifa sig áfram með aðferðir þó að ekki sé slitið úr sambandi og þurrkað út rétt þegar maður er að ramba á hið rétta. Af þessum ástæðum fer ég ekki alveg eins hratt og ég hefði viljað en þetta potast. Ég er til dæmis tvisvar búin að skrifa langlokur "Um mig" en nei nei. Bæti bara við það aftur seinna. Kannski geri ég eins og mér er sagt og skrifa allt inn á Word og afrita svo. Svo þjáist víst líka harði diskurinn af ofáti svo að tölvan mín er óttalegur silakeppur. Skítt með það allt saman og höfum gaman af þessu. Þetta lagast.
  Þóra skrifaði:
Sæl Ella mín....tja ég bætti þér nú bara í hóp vina minna sem blogga....án leyfis. Ég var nokkuð viss um að ég fengi ekki skammir fyrir :) Þú mátt gjarnan setja mig inn á þitt blogg ef þú vilt. Þá getum við verið bloggvinir. Skilaðu kveðju frá okkur. Hlakka til að sjá ykkur næst þegar við komum norður. Knús knús þín Þóra.
  Hlíf frænka skrifaði:
Ég set bara þá sem mér dettur í hug í tenglana, og spyr engan leyfis. Mér dettur það bara aldrei í hug... flestir sem eru í tenglum hjá mér eru líka lesendur mínir, þannig að þeir vissu strax af þessu... en ég hef samt lent í því að setja tengil á manneskju sem vildi ekki hafa tengil á sig.
  Hlíf frænka skrifaði:
En já, velkomin! Jei!
  Helga María skrifaði:
Iss ég spyr engann um leyfi geri bara það sem mér sýnst. Treysti á að ég verði "ávítt" ef ég geri e-ð rangt;) Kv úr snjónum í Noregi
   Fríða skrifaði:
Ég bjó umsvifalaust til tengil á þig strax og ég sá bloggið þitt. Og það er meira að segja eini tengillinn hjá mér fyrir utan tengil á myndasíðuna mína. Enda held ég að þú hafir ekkert á móti þessu. Hinsvegar hef ég beðið fólk um að vera ekki að tengja á mig ef mig grunar að menn sem ég hef engan áhuga á að séu að lesa mitt blogg myndu rekja sig yfir á mína síðu frá síðu viðkomandi bloggara. Svolítið langsótt. En það er eiginlega bara barnsfaðir minn sem ég er þannig að reyna að forðast með því að biðja börnin mín um að tengja ekki á mig. Jæja, fólk svosem getur fundið mann ef það vill. En, allavega, það er ástæðan fyrir því að ég nefni sjaldan nöfn á mínu bloggi, að ég vil gera fólki erfitt fyrir að finna síðuna mína með því að gúggla mér eða mínum nánustu.
   Nanna skrifaði:
Aha.., við mömmukomment. Ég er búin að setja tengil á þig á mína síðu. Mér finnst þessi gullni meðalvegur stundum pínu erfiður. Eða já, veit ekki alveg hvort ég eigi alltaf að skrifa það sem mig langar. Eða þannig
   ella skrifaði:
Heyrðu gerir svo þessi síðuskratti sér mannamun? Ég setti hér athugasemd áðan, ég man það fyrir víst
   ella skrifaði:
Nú jæja kannski datt þá tengingin út rét í því bili. Fríða láttu mig vita ef þú vilt síður vera "tengd" Ég reyndar var ekki búin að fatta að kannski væri síðan þín ekki lokuð lengur.
   dúi skrifaði:
sæl frænka mig langar pínu til að vita hvort að þakrennan hanns PABBA virkar enn.
   ella skrifaði:
Þakrennan hennar Maríu virkar fínt fínt. Hún má vera mjög stolt.
   ella skrifaði:
Ja, stolt þakrenna?
   Róbert skrifaði:
Ég held að ég verði að heiðra hana móður mína með mínu fyrsta "commenti" í blogg heimum!! Mér finnst það merkilegt að mamma mín sé bloggari :)

5. Tengingin
Nettengingin mín pirrar mig ennþá ákaflega. Ég er búin að vera að potast við að setja inn nokkra tengla en það er bara happa og glappa hvort þeir hrökkva inn þegar ég smelli á “staðfesta”. Þetta stendur nú samt vonandi til bóta því þegar ég var á fullu í gærmorgun að elda ofan í aðkominn haugsuguvinnukraft og undirbúa Kaðlínarvinnuna frá eitt til sex, þá er barið og úti stendur gaur sem segist vera frá Hive og sé kominn til að vinna eitthvað í tengingunni. Ég horfði nú bara hissa á manninn og spurði hvort hann læsi hugsanir. Ég var svona við það að hringja og skammast. Nei þá var hann á rúnti á alla 70 bæina sem eru hjá þeim hér á svæðinu og það á að fara að skipta um senda á mánudag ef viðrar. Við skulum þá bara vona að batni.

6. Ein í kotinu
Þá er litli vinnumaðurinn minn farinn með pabba sínum í rútuna. Ívan er búinn að vera hér frá jólum, þó með fríi á gamlárskvöld.

7. Auglýsingar
Ég velti því fyrir mér í upphafi hvort ég kærði mig um síðu með auglýsingum. Ja, verði það nú aldrei verra en þetta; öðru megin er barnadanskennsla og hinu megin notaðar bækur! :)
  Þorbjörg skrifaði:
Sæl og velkomin í bloggheimana Sá síðuna í gegnum athugasemdina á síðunni hans litla bróa. Þér er velkomið að hafa mig inni á síðunni þinni og ég ætla að gera hið sama gagnvart þér ;)Bestu kveðjur Þorbjörg
  Helga María skrifaði:
eg get svo svarið það, þú bloggar svo oft að ég held ég þurfi að hætta að vinna svo ég geti fylgst almenninlega með þér;) Bara frábært hjá þér Kossar úr snjónum í Noregi
  ella skrifaði:
Óheimilt að gera grín að mér. Eða þannig.
 Begga skrifaði:
Sæl, ég mátti til að láta aðeins ljós mitt skína, það er bara verst að ég er svo lengi að skrifa póst .Ég er enn með þetta ólukkans kvef, sem er búið að hrjá mig yfir alla jólahátíðina. Kveðja, Begga. 

8. Þrettándinn
Búin að gera ísinn. Nennti því sko ekki í gær. Búin að græja hrútspungana. Blandaði því ekki saman. Held að það sé betra sitt í hvoru lagi. Ég hlakka til að umgangast tölvuna á þriðjudaginn, kannski henni hafi eitthvað batnað þá. Ég á von á góðum gestum í kvöld, við ætlum að borða góðan mat og spila púkk og hlæja. Að minnsta kosti ég. Annars er ég öskupirruð núna. Búin að slást við að reyna að setja inn myndir og ekkert gengur. Jú mikil ósköp þarna er komið albúm sem heitir fjölskyldan en ég sé þar ekkert nema tvö rauð x. Ég hef ekkert gaman af rauðum exum. Er einhver þarna úti sem sér myndir í fjölskyldualbúminu? Best að fara bara að taka til.
Til hamingju með afmælið Silja. Já og Birna.
   Begga skrifaði:
Sæl, en þú dugleg að vera búin að búatil ís. En datt þér ekki í hug í alvöru að setja hrútspungana útí ísinn,ég er að minnsta kosti handviss um að enginn hefur nokkurntíma smakkað slíkan ís og þú hefðir komist í Heimsmetabókina. Begga. 
   ella skrifaði:
Ég baka ekki kökur um eða fyrir jól, ég geri ís. Hann var bara borðaður svo rösklega á nýársdag að það var pláss fyrir meira svona fyrir kvöldið. Jaá Heimsmetabókin, minn metnaður er svona frekar annars staðar en í matargerð. Gaman að þú skyldir skrifa, takk.
   Esther skrifaði:
Já til hamingju með síðuna. Mmm hvað ég hlakka til að borða ísinn. Sjáumst í kvöld
   Gréta María skrifaði.
mikið er gaman að sjá þig í blogginu, þú ert komin í favorites og nú lofa ég að kvitta reglulega það er búið að bjóða okkur í mat núna klukkan 14 sé ekki alveg að við verðum á réttum tíma þar sem það eru aðeins 2 mínútur þangað til klukkan verður 14. En ég ætla að rjúka núna en mátti til með að kvitta knús frá krakkagrísunum til Ellu "ömmu" og Agnars "afa" í sveitinni....ok jú líka knús frá mér. kveðja Gréta María.
   Svana skrifaði:
Hmmmmm ?? !!! Nýasti jólaísinn eða kanski jólaþorraísinn, með hrútspungum ! Spurning um að láta Jóa Fel vita, þú fengir hann kannski í heimsókn, og þið gætuð búið til ís saman. Hehemm ?? En annars til hamingju með bloggið, kveðja Svana.
  Heidveig Ragnarsdóttir skrifaði:
eg reyni aftur tlavann vildi ekki gódkenna mig rétt ádur ég gæti alveg hugsad mér ad vera í heimsókn hjá thér í kvöld og borda ísinn en hrútspunganna neiii held ekki minn uppáhalds réttur. .....hvernig kemst ég í samband vid Helgu Lilju??
   fríðasystir skrifaði:
Heiðveig, ég er með netfangið hennar Helgu, ég skal bara senda þér það í tölvupósti. Annars er ég akkúrat þessa dagana að leita að minnst einum fulltrúa systranna gömlu, það þarf að skipa ættarmótsnefnd. Ella, ég hef séð á BBC food að það er til ís með svona ekta rúgbrauði, þ.e. ekki þessu sæta sem íslendingar kalla rúgbrauð. Hann heitir pumpernickel eitthvað held ég. Já, og ég sé eina fjölskyldumynd, en ég er ekki á henni. Var það skilyrði að maður væri á myndinni til að það væri tekið mark á hvort maður sæi hana? En ég tók hana allavega
   Fríðasystir skrifaði:
hahaha, ég fór að leita að þessum ís á netinu og fann þetta: http://uktv.co.uk/food/recipe/aid/515375 Mér sýnist vera mynd þarna af hrútspungaís.
   ella skrifaði:
Heiðveig, næst þegar þú kemur í heimsókn skaltu fá heimatilbúin ís. Heimsóttirðu mig ekki síðast í Holtakot árið 1976??? Um daginn sem sagt.
   Heidveig Ragnarsdóttir skrifaði:
hlakkar til d fá ad smakka ísinn svo ég verd eiginlega ad fara ad huga ad thví ad koma í heimsókn. jú thad er vist rétt med ad ég kom´sídast í heimsókn thar umbil eda thannig svo thad er ekki svo langt sídan ha?

9. Hvunndagur
Kannski nenni ég að taka saman jólaskrautið fljótlega. Það auðveldar málið að ég hef sjaldan skreytt jafn lítið. Mér hefur oftast nær þótt það einhvers konar skylda að nota alltaf ALLT skrautið, en núna lét ég það eins og vind um eyrun þjóta og setti bara upp smávegis. Nú vorum við bara tvö í kotinu og ég lagði aðaláhersluna á ljósin. Ég sakna þeirra því að mér finnst fínt að hafa ratljóst hér inni jafnt að nóttu sem degi. Já ég veit, bara að fá sér einhverja daufa lampa sem loga daga og nætur en það er nú eiginlega ekki það sama. Þó að ég segi að ekki sé mikið skreytt þá er ég nú samt með ein þrjú jólatré! Í fyrsta lagi er tréð sem ég notaði fyrstu jólin í mínum búskap á Tálknafirði Það er ca. hálfur metri á hæð og á heima á neðri hæðinni. Svo er tréð sem Agnar átti þegar ég kom hingað og síðasta og besta tréð smíðaði mamma og gaf mér. Það er skreytt með sortulyngi, heimagerðum jólapokum og handdýfðum kertum. Auk þess er smávegis af alveg sérstöku skrauti eins og til dæmis miðinn sem var á jólapökkunum mínum frá pabba og mömmu nokkur fyrstu árin mín
   María Svanþrúður skrifaði: 
Til hamingju með nýju heimasíðuna vinkona ! Varðandi jólaskrautið - af hverju ætlaru að fara að loka það niðri núna ? Allt þetta fallega og kæra skraut - hvers á það að gjalda að vera innilokað mánuðum saman ?
   Esther skrifaði:
Mér finnst líka að seríurnar mættu nú bara vera aðeins lengur þó hitt fari í kassa. Takk fyrir síðast
   ella skrifaði:
Það er nú kannski ekki alveg víst að það verði svo einmana. Ég fann nefnilega nokkuð í kassanum núna fyrir jólin sem ég hef ekki séð þar áður: svona svört lítil hörð hrísgrjón!
   fríðasystir skrifaði:
hér er skraut uppi ennþá og það fór upp um allt 4. desember. Geri aðrir betur. Hinsvegar segi ég það sama og þú, þetta eru fyrstu jólin þar sem ég reyni ekki að nota allt skrautið. Enda áskotnaðist mér hellingur af skrauti úr dánarbúi í sumar sem leið. Ég þarf að gera eitthvað meira í því að reyna að koma því á ungu kynslóðina. 

 10. Nennekki
Mér finnst að blogg eigi að vera svona um það sem flögrar um hugann. Ég er smeik um að hér muni standa öðru hvoru nennekki. Ég nennekki í vinnuna. Ég á að vinna í dag frá 11 til 18. Án matartíma. Að eigin ósk. Ferlegt hvað brauðstritið slítur stundum í sundur fyrir manni daginn. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá skal tekið fram að mér finnst oftast nær gaman í vinnunni. Ég nennekki einusinni að fara og éta pillurnar sem eiga að láta mig nenna. Svona fólki er nú ekki hægt að vorkenna. Ég ætti líklega að nenna að fá mér morgunmat áður en ég fer.
   Tengdadóttirin skrifaði:
Hæ Ella mín, takk fyrir knúsið. Hjálpaði mikið :) vona að þið hafið það gott. Hlakka til að koma norður og hitta ykkur. Hvernig er það er ekki þorrablót bráðum? Okkur langar á þorrablót...bara svona lauma því að :) Knús Þóra.
   ella skrifaði:
Skelli ykkur á listann. Læt ykkur vita um leið og auglýst verður en oftast hefur það verið fyrstu helgina í febrúar.
   minnsti sonurinn skrifaði:
hæbbz, þú verður að passa upp á að það hitti á fríhelgi hjá mér :)
   ella skrifaði:
Þú ræðir það við einhvern yfirmann. Sem kannski ætlar líka á þorrablót.
   Fríðasystir skrifaði:
hahah, það hlaut að koma fyrr eða síðar. Kannski bæði. Alveg merkilegt hvað fólk nennir að segja nennekki. Það mætti halda að fólk haldi að það skipti einhverju máli hvort maður nennir hlutunum eða ekki. jæja, en þú veist nú mína afstöðu í þessu. Og sem einkasystir áskil ég mér rétt að stríða þér alltaf þegar þú segir nenni ekki.
   ella skrifaði:
Hér og nú lofa ég þér hátíðlega Fríða að nenna mjööög oft að segja nennekki. Ég hef lært það af þér að á mínu bloggi á að standa nákvæmlega það sem mér sýnist og þér er guðvelkomið að setja inn hvaða skoðun hjá mér sem þér sýnist. Þá er allir glaðir:-)